Elín og Arnar sigurvegarar 2018

Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson eru sigurvegarar í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018. Í öðru sæti í kvennaflokki var Andrea Kolbeinsdóttir og í því þriðja Helga Guðný Elíasdóttir. Í karlaflokki var Ingvar Hjartarson í öðru sæti og Vilhjálmur Þór Svansson í þriðja sæti. Verðlaun fyrir þrjá stigahæstu hlauparana voru afhent í Lækjargötu að loknu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn.

Þeir hlauparar sem voru í fyrsta sæti í hverjum aldursflokki stigakeppninnar fá gjafabréf frá CCEP sent heim á næstu dögum og eru þeir eftirfarandi:

18 ára og yngri 
Sólrún Soffía Arnarsdóttir og Kjartan Óli Ágústsson 
19-29 ára
Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson
30-39 ára
Borghildur Valgeirsdóttir og Vilhjálmur Þór Svansson 
40-49 ára
Eva Ólafsdóttir og Jósep Magnússon 
50-59 ára
Guðrún Harðardóttir og Víðir Þór Magnússon
60 ára og eldri
Ragna María Ragnarsdóttir og Sigurður Konráðsson

Smellið hér til að finna nánari upplýsingar um stigakeppnina.

Takk fyrir þátttökuna í Powerade Sumarhlaupunum 2018, sjáumst næsta vor!

Frá vinstri: Elín Edda Sigurðardóttir, 1.sæti kvenna, og Helga Guðný Elíasdóttir, 3.sæti kvenna. Á myndina vantar Andreu Kolbeinsdóttur, 2.sæti, sem var stödd erlendis.

Frá vinstri: Ingvar Hjartarson, 2.sæti, Arnar Pétursson, 1.sæti, Vilhjálmur Þór Svansson, 3.sæti.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.