Elín og Arnar sigurvegarar 2018

24. ágúst 2018

Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson eru sigurvegarar í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018. Í öðru sæti í kvennaflokki var Andrea Kolbeinsdóttir og í því þriðja Helga Guðný Elíasdóttir. Í karlaflokki var Ingvar Hjartarson í öðru sæti og Vilhjálmur Þór Svansson í þriðja sæti. Verðlaun fyrir þrjá stigahæstu hlauparana voru afhent í Lækjargötu að loknu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn.

Þeir hlauparar sem voru í fyrsta sæti í hverjum aldursflokki stigakeppninnar fá gjafabréf frá CCEP sent heim á næstu dögum og eru þeir eftirfarandi:

18 ára og yngri 
Sólrún Soffía Arnarsdóttir og Kjartan Óli Ágústsson 
19-29 ára
Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson
30-39 ára
Borghildur Valgeirsdóttir og Vilhjálmur Þór Svansson 
40-49 ára
Eva Ólafsdóttir og Jósep Magnússon 
50-59 ára
Guðrún Harðardóttir og Víðir Þór Magnússon
60 ára og eldri
Ragna María Ragnarsdóttir og Sigurður Konráðsson

Smellið hér til að finna nánari upplýsingar um stigakeppnina.

Takk fyrir þátttökuna í Powerade Sumarhlaupunum 2018, sjáumst næsta vor!

Frá vinstri: Elín Edda Sigurðardóttir, 1.sæti kvenna, og Helga Guðný Elíasdóttir, 3.sæti kvenna. Á myndina vantar Andreu Kolbeinsdóttur, 2.sæti, sem var stödd erlendis.

Frá vinstri: Ingvar Hjartarson, 2.sæti, Arnar Pétursson, 1.sæti, Vilhjálmur Þór Svansson, 3.sæti.

Styrktaraðilar