Hlynur og Elín Edda sigruðu í Ármannshlaupinu

Ármannshlaupið fór fram 1. júlí í fínu veðri. Þátttakan var góð, yfir 300 hlauparar tóku þátt og keppt var í 10 km hlaupi, sem telst til stiga í Gatorade sumarhlaupa mótaröðinni.

Sigurvegari í karlaflokki var Hlynur Olasson, en hann hljóp 10 km á 33:50, næstur var Maxime Sauvageon á tímanum 34:11 en hann vann einmitt Fjölnishlaupið. Þriðji var svo Mikael Schou sem kom fast á hæla Maxime á tímanum 34:22.

Elín Edda Sigurðardóttir var fyrst kvenna þegar hún hljóp 10 km á 37:57, næst var Íris Anna Skúladóttir á 39:01, og Anna Jónsdóttir kom skömmu síðar á 39:38.

Smellið hér til að skoða heildar úrslit hlaupsins.

Hér má einnig sjá myndir úr hlaupinu.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.