Athugið svikapóstur

Við hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur urðum fyrir innbroti í tölvupóstkerfi og svikapóstur sendur út í okkar nafni með fyrirsögninni ”sjá upplýsingar um Guðlaug”. Vinsamlegast ekki opna viðhengið og eyðið póstinum.

Búið er að tilkynna málið lögreglu og er rannsókn hafin á því hvernig þessir óprúttnu aðliar komust yfir aðgang að tölvupóstkerfi.

Við ítrekum mikilvægi þess að viðhengi í fyrrgreindum pósti verði ekki opnað.

Þegar frekari upplýsingar liggja fyrir munum við upplýsa um það.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.