Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka framundan

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 24.ágúst er síðasta Powerade Sumarhlaupið 2019. Hægt er að velja á milli fimm mismundandi vegalengda í Reykjavíkurmaraþoninu en aðeins 10 km hlaupið gildir til stiga á mótaröðinni.

Rafræn skráning í hlaupið verður opin til kl.13 fimmtudaginn 22.ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll 22. og 23.ágúst en þá er þátttökugjald 20% hærra og því allir hvattir til að forskrá sig.

Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019.

Smelltu hér til að skoða lista yfir skráða þátttakendur.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2019.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.