Skráning er hafin í Ármannshlaupið

24. júní 2019

Ármannshlaupið 2019 fer fram miðvikudagskvöldið 3.júlí og verður ræst klukkan 20:00. Hlaupið er 10 km og verður að þessu sinni ræst á Vatnagörðum milli Avis og Holtagarða. Brautin í Ármannshlaupinu er flöt og hröð og þar hafa margir náð sínum bestu tímum.

Skráning í hlaupið er hafið hér á netskraning.is og líkur 3. júlí klukkan 19:30 en 19:45 á staðnum. Þátttökugjald er 2500 krónur en hækkar á hlaupadegi í 3000 krónur. Klukkan 17:00 geta keppendur sótt keppnisgögn og skráð sig í Holtagörðum. 

Frá ræsingu í Ármannshlaupið

Styrktaraðilar