Staðan í stigakeppninni að loknum 4 hlaupum

Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson eru með forystu í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018 að loknum fjórum hlaupum af fimm.

Ljóst er að Arnar verður sigurvegari í stigakeppni karla í ár því enginn getur náð honum að stigum þrátt fyrir að sigra í síðasta hlaupinu. Baráttan um næstu sæti í karlaflokki er hinsvegar harðari og eiga margir möguleika á því að komast í 2. og 3. verðlaunasæti.

Í stigakeppni kvenna eiga bæði Elín Edda Sigurðardóttir sem er með forystuna núna og Andrea Kolbeinsdóttir sem er í öðru sæti möguleika á að verða stigameistarar. Þá eru Helga Guðný Elíasdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Agnes Kristjánsdóttir mjög jafnar í næstu þremur sætum og ræðst það í Reykjavíkurmaraþoninu hver þeirra nær þriðju verðlaununum.

Eftirfarandi hlauparar eru efstir í stigakeppninni í einstökum aldursflokkum:

18 ára og yngri   
Davíð Kolka og Íris Arna Ingólfsdóttir
19-29 ára
Arnar Pétursson og Elín Edda Sigurðardóttir 
30-39 ára
Björn Snær Atlason og Borghildur Valgeirsdóttir 
40-49 ára
Jósep Magnússon og Eva Ólafsdóttir
50-59 ára
Víðir Þór Magnússon og Guðrún Harðardóttir
60 ára og eldri
Sigurður Konráðsson og Ragna María Ragnarsdóttir  

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.