
Víðavangshlaup ÍR er Íslandsmót í 5km 2022, hlaupið fer fram í 107. sinn Sumardaginn fyrsta 21. apríl . Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916 og hefur síðan þá verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar, en enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu og Víðavangshlaup ÍR.
Tímasetning
21. apríl Sumardaginn fyrsta
Hlaupið er ræst í Pósthússtrætinu kl: 12:00.
Skemmtiskokkið er ræst kl: 12:10 í Lækjargötunni fyrir framan MR.
Staðsetning
Víðavangshlaup ÍR er ræst í Pósthússtræti.
Skráning
Skráning á vefnum er opin til 11:00 á hlaupdag.
Þátttökugjaldið hækkar frá og með 11. apríl og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig tímanlega. Forskráning fer jafnframt fram í Sportvörum 20. apríl á milli kl. 12:00 og 18:00
Unnt er að skrá sig á hlaupadag í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 9:00-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup, keppendur eru vinsamlegast beðnir um að virða tímamörkin.
Afhending gagna
Forskráðir geta sótt gögnin sín í Sportvörur, Dalvegi 32a Kópavogi, 20. apríl á milli kl. 12:00 og 18:00.
Gögn verða afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur hlaupdag á milli kl. 9:00-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup.
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þau tímamörk. Við ábyrgjumst ekki að þeir sem mæta eftir kl. 11:00 fái afhent gögn fyrir ræsingu.
Vegalengdir
Hlaupaleiðir Víðavangshlaups ÍR eru 2,7 km skemmtiskokk og 5 km hlaup. En 5 km vegalengdin er mæld og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ). 5 km hlaupið er jafnframt Íslandsmeistaramót karla og kvenna í 5 km götuhlaupi.
Nánari upplýsingar
Upplýsingar um þátttökugjöld, hlaupaleið, tímatöku, verðlaun o.fl. má finna á vef hlaupsins netskraning.is/vidavangshlaupir