
Ármannshlaupið er 10 km götuhlaup. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma.
- 18 ára og yngri
- 19-29 ára
- 30-39 ára
- 40-49 ára
- 50-59 ára
- 60-69 ára
- 70 ára og eldri
Tímasetning
Miðvikudagskvöldið 28. júní 2023 kl. 20:00.
Vegalengdir
10 km hlaup með tímatöku. Notast verður við flögutímatöku.
Staðsetning
Skarfagörðum 104 Rvk.
Skráning og þátttökugjald
Forskráningu lýkur sunnudaginn 25. júní á miðnætti. Þátttökugjald er 3.500 krónur. Þátttökugjald fyrir þá sem skrá sig eftir að forskráningu lýkur er 4.500 kr.
Afhending keppnisnúmera fer fram dagana 27. júní kl. 16:00 - 18:00 í Ármannsheimilinu Engjavegi 7, 104 Reykjavík, og síðan á hlaupdag verður afhending gagna í skarfagörðum.
Einnig verður hægt að nálgast hlaupanúmer á hlaupadegi milli kl. 16:00-19:00 í námunda við rásmarkið í Skarfagörðum.
Skráning hér: https://netskraning.is/armannshlaupid/
Hlaupaleið
Ræst er í Skarfagörðum. Þaðan er hlaupið um Klettagarða, inn Korngarða aftur að Skarðagörðum. Þaðan er haldið á göngustíg sem liggur upp Lauganesið að Sæbraut og hlaupið á göngustíg að Hörpu. Þar er snúið við og hlaupið á hjólastíg til baka aftur. Sama leið er hlaupin frá Laugarnesi og niður í Skarfagarða þar sem endamarkið stendur. Brautin er bein, hröð og afar flöt.
Verðlaun
Verðlaun verða fyrir fyrstu þrjú sæti karla, kvenna og kvára.
Sigurvegarar í hverjum aldursflokki karla og kvenna fá verðlaun.
Útdráttarverðlaun.
Aldursflokkar
Keppt er til verðlauna í eftirfarandi aldursflokkum
Skipuleggjendur
Framkvæmd hlaupsins er í höndum frjálsíþróttadeildar Ármanns.
Frjálsíþróttadeild Ármanns
kt. 491283-0339
Engjavegi 7
104 Reykjavík
Símanúmer: +354 863 9980 (Örvar Ólafsson)
orvar@frjalsar.is