Ármannshlaupið

Þátttakendur við ræsingu í Ármannshlaupið

Ármannshlaupið er 10 km götuhlaup. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma.

Dagar
0
Klst
00
Mín
00
Sek
00

      Tímasetning

      Þriðjudagskvöldið 2. júlí 2024 kl. 20:00.

      Vegalengdir

      10 km hlaup með tímatöku. Notast verður við flögutímatöku.

      Staðsetning

      Miðbakka, 101 Reykjavík

      Skráning og þátttökugjald

      Forskráningu lýkur föstudaginn 28. júní á miðnætti. Skráningargjald er 3.500 krónur en 4.500 krónur eftir að forskráningu lýkur.

      Afhending keppnisnúmera fer fram í Kolaportinu mánudaginn 1. júlí milli kl. 16 og 18. Einnig er hægt að nálgast hlaupanúmerin þar á hlaupdegi frá kl. 16 og fram að hlaupi. 

      Skráning hér: https://netskraning.is/armannshlaupid/

      Hlaupaleið

      Ræst er fyrir utan Kolaportið til vesturs. Leiðin liggur svo til hægri um Miðbakka og Austurbakka, gegnum Hörputorg og þaðan sem leið liggur að vitanum við Viðeyjarferjuna þar sem snúið er við og hlaupið til baka eftir sömu leið.

      Leiðin er löglega mæld og hlaupið vottað af FRÍ.

      Verðlaun

      Verðlaun verða fyrir fyrstu þrjú sæti karla, kvenna og kvára.

      Sigurvegarar í hverjum aldursflokki karla og kvenna fá verðlaun.

      Útdráttarverðlaun.

      Aldursflokkar

      Keppt er til verðlauna í eftirfarandi aldursflokkum

      • 18 ára og yngri
      • 19-29 ára 
      • 30-39 ára 
      • 40-49 ára 
      • 50-59 ára
      • 60-69 ára
      • 70 ára og eldri

      Skipuleggjendur

      Framkvæmd hlaupsins er í höndum frjálsíþróttadeildar Ármanns.

      Frjálsíþróttadeild Ármanns
      kt. 491283-0339 
      Engjavegi 7
      104 Reykjavík
      Símanúmer: +354 863 9980 (Örvar Ólafsson)
      orvar@frjalsar.is

      NaN.
      Ár
      Úrslitaslóð
      Ármannshlaupið 2023
      TÍMATAKA: Ármannshlaupið 2023 (timataka.net)
      Ármannshlaupið 2022
      https://timataka.net/armannshlaupid2022/
      Ármannshlaupið 2021
      timataka.net

      Ármannshlaupið 2021 | timataka.net

      Ármannshlaupið 2020
      timataka.net

      Ármannshlaupið 2020 | timataka.net

      Ármannshlaupið 2019
      tímataka.net

      Ármannshlaupið 2019 | tímataka.net

      Ármannshlaup Eimskips 2018
      timataka.net

      Ármannshlaup Eimskips 2018 | timataka.net

      Ármannshlaup Eimskips 2017
      timataka.net

      Ármannshlaup Eimskips 2017 | timataka.net

      Ármannshlaup Eimskips 2016
      timataka.net

      Ármannshlaup Eimskips 2016 | timataka.net

      Ármannshlaupið 2015
      timataka.net

      Ármannshlaupið 2015 | timataka.net

      Ármannshlaupið 2014
      timataka.net

      Ármannshlaupið 2014 | timataka.net

      Ármannshlaupið 2013
      hlaup.is

      Ármannshlaupið 2013 | hlaup.is

      Ármannshlaupið 2012
      hlaup.is

      Ármannshlaupið 2012 | hlaup.is

      Ármannshlaupið 2011
      hlaup.is

      Ármannshlaupið 2011 | hlaup.is

      Ármannshlaupið 2010
      hlaup.is

      Ármannshlaupið 2010 | hlaup.is

      Ármannshlaupið 2009
      hlaup.is

      Ármannshlaupið 2009 | hlaup.is

      Andrea og Arnar sigurvegarar í Ármannshlaupinu 2018

      Styrktaraðilar