Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon fagnar 40 ára afmæli í ár og eru fjórar vegalengdir í boði. Hlaupið er venjulega haldið sama dag og Menningarnótt, en í ár verður það 24. ágúst.

Dagar
0
Klst
00
Mín
00
Sek
00

    Tímasetning

    Laugardagurinn 24. ágúst 2024. Sjá nánari dagskrá hér.

    Vegalengdir

    Maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup og skemmtiskokk. Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í stigakeppni Gatorade Sumarhlaupanna.

    Staðsetning

    Upphaf er á Sóleyjargötu og endir hlaupsins er í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Smellið hér til að finna kort af hlaupaleiðum.

    Skráning

    Forskráning í hlaupið fer fram á vefnum rmi.is, en lýkur miðvikudaginn 21. ágúst. Afhending gagna fer fram í Laugardalshöll fimmtudag og föstudag fyrir hlaup. Sjá nánar hér.

    Skipuleggjendur

    Framkvæmd hlaupsins er í höndum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar má finna á vefnum rmi.is.

Styrktaraðilar