Verðlaun

Stigahæsti karl og stigahæsta konan í öllum fimm Gatorade Sumarhlaupunum samanlagt fá vegleg verðlaun. Hlauparar í öðru sæti stigakeppninnar fá Adidas skó og fyrir þriðja sæti er gjafabréf frá Gatorade.

Það er árangur í vegalengdinni 10 km í öllum hlaupunum sem gildir til stiga í Gatorade Sumarhlaupunum nema í Víðavangshlaupi ÍR þar sem 5 km hlaup gildir til stiga.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.