Verðlaun

Stigahæsti karl og stigahæsta konan í öllum fimm Powerade Sumarhlaupunum samanlagt fá veglegan ferðavinning frá Powerade í verðlaun. Hlauparar í öðru sæti stigakeppninnar fá Adidas skó og fyrir þriðja sæti er gjafabréf frá Powerade.

Það er árangur í vegalengdinni 10 km í öllum hlaupunum sem gildir til stiga í Powerade Sumarhlaupunum nema í Víðavangshlaupi ÍR þar sem 5 km hlaup gildir til stiga.

Einnig er stigakeppni í aldursflokkum og hljóta stigahæstu hlaupararnir í eftirfarandi aldursflokkum karla og kvenna gjafabréf frá Powerade:

  • 18 ára og yngri
  • 19-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri

Í síðasta hlaupi Powerade Sumarhlaupanna, Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, verður dregið um verðlaun meðal allra keppanda mótaraðarinnar sem tekið hafa þátt í tveimur eða fleiri hlaupum. Hlaupari sem tekur þátt í öllum hlaupunum á meiri möguleika á að fá verðlaun þar sem hann fær nafn sitt fimm sinnum í pottinn sem útdráttarverðlaun eru dregin úr. Þeir sem hlaupa í fjórum hlaupum fá nafn sitt fjórum sinnum í pott o.s.frv. Í verðlaun eru gjafabréf frá Powerade.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Powerade standa saman að Powerade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.