Ármannshlaupið 2024

1. júlí 2024

Ármannshlaupið 2024 fer fram þann 2. júlí n.k. kl. 20.

Ármannshlaupið er 10km götuhlaup með tímatöku, en hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma.

Ræst er fyrir utan Kolaportið til vesturs. Leiðin liggur svo til hægri um Miðbakka og Austurbakka, gegnum Hörputorg og þaðan sem leið liggur að vitanum við Viðeyjarferjuna þar sem snúið er við og hlaupið til baka eftir sömu leið. Verð í hlaupið eru 4.500.

Afhending keppnisnúmera fer fram í Kolaportinu mánudaginn 1. júlí milli kl. 16 og 18. Einnig er hægt að nálgast hlaupanúmerin þar á hlaupdegi frá kl. 16 og fram að hlaupi.

Skráning hér: https://netskraning.is/armannshlaupid/

Frekari upplýsingar um Ármannshlaupið: https://www.sumarhlaupin.is/armannshlaupid

Styrktaraðilar