Miðnæturhlaup Suzuki 2024

3. júní 2024

Miðnæturhlaup Suzuki 2024 fer fram þann 20. júní n.k.

Hlaupið er tilvalið fyrir alla fjölskylduna en boðið er upp á þrjár vegalengdir. 5km, 10km og hálfmaraþon(21,1km). Upphaf og endir allra vegalengdanna er í Laugardalnum. Hlaupin hefjast á Engjavegi og allir hlauparar koma í mark við Þvottalaugarnar. Hlaupabrautin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).

Að loknu hlaupi fá öll medalíu og eftir það er tilvalið fyrir þreytta hlaupara að láta þreytuna líða úr sér í sundlaugapartýi í Laugardalslaug þar sem boðið verður upp á drykki frá Ölgerðinni á meðan að DJ sér um stuðið.

Dagskrá hlaupsins má nálgast hér.

Skráning í hlaupið fer fram hér.

Fylgstu með hlaupinu á samfélagsmiðlum hlaupsins. Facebook og Instagram.

Sjáumst í Laugardalnum!

Styrktaraðilar