30 ára afmælishlaup í Grafarvoginum

Framundan er Fjölnishlaup Gaman Ferða, annað hlaupið af fimm á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2018. Hlaupið verður ræst í 30.sinn fimmtudaginn 10.maí kl.11:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í Grafarvogi. Í Fjölnishlaupi Gaman Ferða er boðið upp á vegalengdir fyrir bæði byrjendur og vana hlaupara: 10 km hlaup, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk.

Forskráning í 10 km og 5 km hlaupin fer fram á hlaup.is og er opin til miðnættis miðvikudaginn 9.maí. Allir eru hvattir til að forskrá sig í þessar vegalengdir því þátttökugjald er lægra í forskráningu en á staðnum. Skráning í skemmtiskokk fer fram á staðnum og er aðeins 1.000 kr á mann en hver fjölskylda greiðir að hámarki 3.000 kr (4 og fleiri). Afhending gagna og skráning á staðnum verður kl.9:00-10:30 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.

Að hlaupi loknu geta allir fengið Powerade og frítt í sund í einhverja af sundlaugum Reykjavíkur. Athugið þó að Grafarvogslaug er lokuð vegna viðgerða. Á meðal glæsilegra útdráttarverðlauna sem dregin verða út að hlaupi loknu eru tvö 50.000 kr gjafabréf frá Gaman Ferðum.

Kynntu þér Fjölnishlaup Gaman Ferða nánar hér.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.