Andrea og Arnar sigruðu í Fjölnishlaupi Gaman Ferða

Fjölnishlaup Gaman Ferða, annað hlaupið af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2018, fór fram í mildu og góðu hlaupaveðri á Uppstigningardag. Þetta var í 30.sinn sem hlaupið fór fram og var metþátttaka, 280 keppendur. Hægt var að velja um 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk en 10 km hlaupið gaf stig í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna og var jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi. Sigurvegarar í 10 km hlaupinu voru þau Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson.

Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR sigraði 10 km hlaup kvenna og Íslandsmeistaratitilin í 10 km hlaupi kvenna á tímanum 37:29. Í öðru sæti var Elín Edda Sigurðardóttir, einnig úr ÍR, á tímanum 37:59. Helga Guðný Elíasdóttir úr Fjölni varð í þriðja sæti á 39:22 en tíminn er persónulegt met hjá henni, bæting um 24 sekúndur.

Frá vinstri Elín Edda, Andrea, Helga Guðný.

Arnar Pétusson úr ÍR sigraði í 10 km hlaupi karla og Íslandsmeistaratitilinn í 10 km hlaupi karla á tímanum 32:46. Í öðru sæti var Fjölnismaðurinn Ingvar Hjartarson á 32:59 og í því þriðja Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR á 33:28.

Frá vinstri: Ingvar, Arnar, Þórólfur.

Úrslit í öllum vegalengdum og aldursflokkum Fjölnishlaups Gaman Ferða má finna á timataka.net.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.