Andrea og Arnar sigruðu Víðavangshlaup ÍR

Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson sigruðu í fyrsta Powerade Sumarhlaupinu 2018, Víðavangshlaupi ÍR. Hlaupið fór fram í miðborginni í gær og voru 550 skráðir til þátttöku í 5 km hlaupið en um 50 í 2,7 km skemmtiskokk. 5 km hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi og þau Andrea og Arnar því Íslandsmeistarar í vegalengdinni.

Andrea sigraði kvennaflokkinn á tímanum 17:33 mínútur. Í öðru sæti var Elín Edda Sigurðardóttir á 18:04 og í því þriðja Íris Anna Skúladóttir á 18:45. 

Í karlaflokki sigraði Arnar á tímanum 15:35 mínútur en næstur kom Kristinn Þór Kristinsson á 16:01 og síðan Ingvar Hjartarson í þriðja sæti á 16:14.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins.

Frá vinstri: Íris Anna í 3.sæti, Andrea í 1.sæti, Elín Edda í 3.sæti

Frá vinstri: Kristinn Þór í 2.sæti, Arnar í 1.sæti, Ingvar í 3.sæti

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.