Arndís og Þórólfur stigameistarar 2019

5. september 2019

Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Þórólfur Ingi Þórsson eru sigurvegarar í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2019. Í öðru sæti í kvennaflokki var Fríða Rún Þórðardóttir og í því þriðja Hulda Guðný Kjartansdóttir. Í karlaflokki var Vilhjálmur Þór Svansson í öðru sæti og Arnar Pétursson í þriðja sæti. Verðlaun fyrir þrjá stigahæstu hlauparana voru afhent í Lækjargötu að loknu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka laugardaginn 24.ágúst 2019.

Aldursflokkaverðlaun

Þeir hlauparar sem voru í fyrsta sæti í hverjum aldursflokki stigakeppninnar fá gjafabréf frá CCEP sent heim á næstu dögum og eru þeir eftirfarandi:

18 ára og yngri 
Stefán Kári Smárason og Maríanna Björg Ingvaldsdóttir 
19-29 ára
Valur Elli Valsson og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir
30-39 ára
Vilhjálmur Þór Svansson og Arndís Ýr Hafþórsdóttir
40-49 ára
Þórólfur Ingi Þórsson og Fríða Rún Þórðardóttir
50-59 ára
Arnar Karlsson og Guðrún Harðardóttir
60 ára og eldri
Sigurður Konráðsson og Sigurbjörg Eðvarðsdóttir

Smellið hér til að finna nánari upplýsingar um stigakeppnina.

Útdráttarverðlaun

Nöfn allra sem tóku þátt í Powerade Sumarhlaupunum 2019 voru sett í pott og fá 12 þeirra send gjafabréf frá CCEP í útdráttarverðlaun. Þeir heppnu eru: Anna Lilja Viktoríudóttir, Aron Dagur Beck, Edda Njálsdóttir, Guðmundur Ingvi Jónsson, Inger María Ágústsdóttir. Páll Jóhannesson, Ragnar Smári Ingvarsson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Sólrún Día Friðriksdóttir, Thelma Lind Jóhannsdóttir, Valdimar Ingi Brynjarsson og Valur Örn Ellertsson.

Takk fyrir þátttökuna í Powerade Sumarhlaupunum 2019, sjáumst næsta vor!

Stigahæstu karlarnir 2019

Stigahæstu karlarnir 2019. Frá vinstri: Vilhjálmur Þór (2.sæti), Þórólfur Ingi (1.sæti), Arnar Pétursson (3.sæti).

Stigahæstu konurnar 2019

Stigahæstu konurnar 2019. Frá vinstri: Fríða Rún (2.sæti), Arndís Ýr (1.sæti), Hulda Guðný (3.sæti).

Styrktaraðilar