Elín Edda og Arnar efst í stigakeppninni

Þriðja hlaupið af fimm í Powerade Sumarhlaupunum 2018, Miðnæturhlaup Suzuki, fór fram fimmtudagskvöldið 21.júní. Hlauparar létu ekki rigningu og rok stoppa sig í að mæta í Laugardalinn en als skráðu sig 2.857 til þátttöku sem er nýtt met. Um 1.200 erlendir hlauparar voru á meðal þátttakenda frá 46 löndum. Þó Miðnætursólin hafi ekki látið sjá sig að þessu sinni var hlaupið vel heppnað og fóru margir að því loknu í Laugardalslaugina til að láta þreytuna líða úr sér.

Keppt var í þremur vegalengdum en 10 km vegalengdin gilti til stiga í stigakeppni sumarhlaupanna og voru verðlaunahafar þar eftirfarandi:

10 km hlaup kvenna
1. Elín Edda Sigurðardóttir, ISL, 36:19
2. Fionna Fallon, USA, 38:28
3. Agnes Kristjánsdóttir, ISL 40:13

Elín Edda Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt brautarmet í 10 km hlaupi kvenna í kvöld en gamla metið, 37:40, setti Arndís Ýr Hafþórsdóttir 2016 og jafnaði Elín Edda Sigurðardóttir það í fyrra.

10 km hlaup karla
1. Rimvydas Alminas, LTU, 33:07
2. Jacob Halloran, CAN, 35:56
3. Alan Hume, GBR, 37:22

Tími Rimvydas Alminas er þriðji besti tíminn í 10 km hlaupi karla sem náðst hefur á þessari braut.

Smellið hér til að skoða úrslit í öllum vegalengdum Miðnæturhlaups Suzuki 2018 og hér til að skoða myndir.

Elín Edda Sigurðardóttir hefur nú tekið forystuna í kvennaflokki í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna af Andreu Kolbeinsdóttur sem að þessu sinni keppti í hálfmaraþoni sem ekki gildir til stiga. Arnar Pétursson heldur forystunni í stigakeppni karla þrátt fyrir að hafa tekið þátt í hálfmaraþoninu eins og Andrea þar sem efstu þrír í 10 km hlaupinu koma nýir inn á listann. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.