Maxime og Andrea sigruðu í Fjölnishlaupinu

18. júní 2020

Fjölnishlaup Olís fór fram í gær 17. júní í frábæru veðri. Þátttakan var góð en um 350 hlauparar tóku þátt. Keppt var í þrem vegalengdum, en 10 km hlaupið telst til stiga í Gatorade sumarhlaupa mótaröðinni.

Andrea Kolbeinsdóttir var sigurvegari í kvennaflokki, en hún hljóp á tímanum 38:35, fast á hæla hennar kom Verena Schnurbus á 38:40, en þriðja var svo Helga Guðný Elíasdóttir á tímanum 40:27.

Sigurvegari í karlaflokki var Maxime Sauvageon frá Frakklandi á tímanum 34:56, annar var Stefán Már Möller á tímanum 35:46 og þriðji var Valur Kristjánsson á tímanum 36:10.

Arnar Pétursson tók þátt í 5 km að þessu sinni og hljóp það á frábærum tíma 15:24, en í kvennaflokki þá sigraði Ingveldur Karlsdóttir á 21:25.

Smellið hér til að skoða heildar úrslit hlaupsins.

Fjölnishlaup

Styrktaraðilar