Fjölnishlaupið í Grafarvoginum

3. maí 2019

Fjölnishlaupið 2019 sem fram fer á uppstigningardag fimmtudaginn 30.maí í Grafarvoginum er annað hlaupið af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2019.

Þetta er í 31.sinn sem Fjölnishlaupið fer fram í Grafarvoginum. Allir aldurshópar og getustig ættu að finna vegalengd við hæfi því boðið er uppá 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk. Bæði 10 km og 5 km vegalengdirnar eru löglega mældar og er 10 km hlaupið Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi. 10 km hlaupið er ræst klukkan 11:00 og aðrar vegalengdir stuttu síðar.

Þátttökugjöld eru 3.000 kr fyrir 10 km hlaup og 2.500 kr fyrir 5 km hlaup við forskráningu á hlaup.is fram að miðnætti 29. maí en 3.500 kr (10 km) og 3.000 kr (5 km) ef skráð er á staðnum. Fyrir skemmtiskokk er þátttökugjaldið 1.000 kr, en hver fjölskylda greiðir að hámarki 3.000 kr fyrir þátttöku í skemmtiskokki. Skráning í skemmtiskokk fer aðeins fram á staðnum.

Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið uppá Powerade og frítt í sund í Grafarvogslaug.

Hér á sumarhlaupin.is má finna nánari upplýsingar um Fjölnishlaupið.

Þátttakendur í Fjölnishlaupinu á hlaupum í Grafarvoginum

Styrktaraðilar