Gatorade Sumarhlaupin 2022

Gatorade sumarhlaupin 2022 er stigakeppni úr 5 hlaupum, sem fer fram á tímabilinu 21. apríl - 20. ágúst.

Víðavangshlaup ÍR byrjar mótaröðina á sumardaginn fyrsta 21. apríl með 5 km hlaupi sem er Íslandsmeistaramót í þessari vegalengd. Víðavangshlaup ÍR fer fram í 107. sinn í ár, ræst er í Pósthússtræti. Einnig verður boðið uppá 2,7 km skemmtiskokk en það verður ræst fyrir framan MR í Lækjargötu. Skráning fer fram hér.

Fjölnishlaup Olís fer fram á uppstigningardaginn 26. maí en þar verður keppt í 10 km hlaup, 5 km hlaupi og svo 1.4 km skemmtiskokki. 10 km hlaupið telst til stiga. Frekari upplýsingar um hlaupið má finna hér.

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram 23. júní, hlaupið byrjar klukkan 20:30 og í boði verður 5 km, 10 km og hálft maraþon. 10 km hlaupið telst til stiga í stigakeppninni. Frekari upplýsingar um hlaupið má finna hér.

Ármannshlaupið fer fram 6. júlí, það er 10 km götuhlaup. Frekari upplýsingar má finna hér.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 20. ágúst, keppt verður í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km, 3 km skemmtiskokki og 600 m hlaupi fyrir börnin. 10 km hlaupið telst til stiga. Allar upplýsingar má finna hér.

Stigahæsti karl og stigahæsta konan í öllum fimm Gatorade Sumarhlaupunum samanlagt hljóta glæsileg verðlaun. Stigahæstu hlaupararnir í hverjum aldursflokki verða einnig verðlaunaðir.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt og skrá ykkur.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.