Gatorade Sumarhlaupin 2022

24. mars 2022

Gatorade sumarhlaupin 2022 er stigakeppni úr 5 hlaupum, sem fer fram á tímabilinu 21. apríl - 20. ágúst.

Víðavangshlaup ÍR byrjar mótaröðina á sumardaginn fyrsta 21. apríl með 5 km hlaupi sem er Íslandsmeistaramót í þessari vegalengd. Víðavangshlaup ÍR fer fram í 107. sinn í ár, ræst er í Pósthússtræti. Einnig verður boðið uppá 2,7 km skemmtiskokk en það verður ræst fyrir framan MR í Lækjargötu. Skráning fer fram hér.

Fjölnishlaup Olís fer fram á uppstigningardaginn 26. maí en þar verður keppt í 10 km hlaup, 5 km hlaupi og svo 1.4 km skemmtiskokki. 10 km hlaupið telst til stiga. Frekari upplýsingar um hlaupið má finna hér.

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram 23. júní, hlaupið byrjar klukkan 20:30 og í boði verður 5 km, 10 km og hálft maraþon. 10 km hlaupið telst til stiga í stigakeppninni. Frekari upplýsingar um hlaupið má finna hér.

Ármannshlaupið fer fram 6. júlí, það er 10 km götuhlaup. Frekari upplýsingar má finna hér.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 20. ágúst, keppt verður í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km, 3 km skemmtiskokki og 600 m hlaupi fyrir börnin. 10 km hlaupið telst til stiga. Allar upplýsingar má finna hér.

Stigahæsti karl og stigahæsta konan í öllum fimm Gatorade Sumarhlaupunum samanlagt hljóta glæsileg verðlaun. Stigahæstu hlaupararnir í hverjum aldursflokki verða einnig verðlaunaðir.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt og skrá ykkur.

Styrktaraðilar