Hlaupasumarið hefst á Víðavangshlaupi ÍR

Powerade Sumarhlaupin 2018 hefjast á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19.apríl kl.12, en þá fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103. sinn. Bæði er boðið upp á hina hefðbundu 5 km hlaupaleið en einnig er hægt að taka þátt í 2,7 km skemmtiskokki sem er hugsað sem skemmtilegt fjölskylduhlaup.

Hlaupin verður einstök 5 km leið í miðbænum sem hefst í Tryggvagötu við Pósthússtræti og liggur meðal annars upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina. Skemmtiskokkið er ræst í Lækjargötunni fyrir framan MR og munu þátttakendur renna inn í hlaupaleið Víðavangshlaupsins og hlaupa síðustu 2,7 km leiðarinnar með þeim og inn í markið í Pósthússtræti.

Skráning í Víðavangshlaup ÍR er í fullum gangi á hlaup.is og verður opin til miðnættis miðvikudaginn 18.apríl, en athugið að þátttökugjald hækkar á miðnætti í kvöld þriðjudaginn 17. apríl. Smelltu hér til að skrá þig. Einnig verður hægt að skrá sig á hlaupdag frá klukkan 9:30 til 11:00 gegn hærra gjaldi.

Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um Víðavangshlaup ÍR 2018.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.