Hlynur og Elín Edda sigruðu í Ármannshlaupinu

2. júlí 2020

Ármannshlaupið fór fram 1. júlí í fínu veðri. Þátttakan var góð, yfir 300 hlauparar tóku þátt og keppt var í 10 km hlaupi, sem telst til stiga í Gatorade sumarhlaupa mótaröðinni.

Sigurvegari í karlaflokki var Hlynur Olasson, en hann hljóp 10 km á 33:50, næstur var Maxime Sauvageon á tímanum 34:11 en hann vann einmitt Fjölnishlaupið. Þriðji var svo Mikael Schou sem kom fast á hæla Maxime á tímanum 34:22.

Elín Edda Sigurðardóttir var fyrst kvenna þegar hún hljóp 10 km á 37:57, næst var Íris Anna Skúladóttir á 39:01, og Anna Jónsdóttir kom skömmu síðar á 39:38.

Smellið hér til að skoða heildar úrslit hlaupsins.

Hér má einnig sjá myndir úr hlaupinu.

Samstarfsaðilar