María og Arnar sigruðu í Víðavangshlaupi ÍR

Fyrsta Powerade Sumarhlaupið 2019, Víðavangshlaup ÍR, fór fram í miðbæ Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta 25.apríl. Alls voru 663 hlauparar á öllum aldri skráðir til leiks, þar af 589 í 5 km hlaupið og 74 í 2,7 km skemmtiskokkið.

Sigurvegarar í Víðavangshlaupi ÍR og Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi voru Arnar Pétursson úr ÍR á 15:52 og María Birkisdóttir úr FH á 17:59. Í öðru sæti í karlaflokki var Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR á 16:16 og í þriðja sæti Maxime Sauvageon úr ÍR á 16:25. Í kvennaflokki var Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni í öðru sæti á 18:07 og Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR í þriðja sæti á 18:07. Nánari úrslit hlaupsins má finna á timataka.net og myndir eru á Facebook síðu hlaupsins.

Efstu tíu karlar og tíu konur í hlaupinu fá stig í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna auk efstu tíu í hverjum aldursflokki. Sjá nánar um stigakeppnina hér.

Sigurvegarar í Víðavangshlaupi ÍR 2019 María Birkisdóttir og Arnar Pétursson

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.