Miðnæturhlaup Suzuki 20.júní

11. júní 2019

Næsta hlaup á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2019 er Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer í Laugardalnum fimmtudagskvöldið 20.júní. Hlaupið er þriðja í röð fimm Powerade Sumarhlaupa og er það 10 km vegalengdin sem gildir til stiga á mótaröðinni en einnig er hægt að hlaupa hálfmaraþon og 5 km.

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki er í fullum gangi á midnaeturhlaup.is og verður opin til miðnættis miðvikudaginn 19.júní. Á hlaupdag verða keppnisgögn afhent í Laugardalshöllinni en þar verður einnig hægt að skrá sig. Athugið að skráning á staðnum er 20% dýrari en á vefnum og því borgar sig að nýta forskráninguna á midnaeturhlaup.is.

Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið frítt í Laugardalslaug sem verður opin til 1 eftir miðnætti þetta kvöld og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem verður opinn frá 21-00. Það er því tilvalið að taka alla fjölskylduna með sér í skemmtilega samverustund í Laugardalnum.

Karl og kona á hlaupum í miðnætursól

Styrktaraðilar