Miðnæturhlaup Suzuki á fimmtudaginn

19. júní 2018

Næsta hlaup á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2018 er Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer fimmtudagskvöldið 21.júní. Hlaupið er það þriðja af fimm hlaupum á mótaröðinni.

Forskráning er nú í fullum gangi á midnaeturhlaup.is og verður opin til miðnættis miðvikudaginn 20.júní. Mælt er með því að allir forskrái sig því þátttökugjaldið er 20% lægra í forskráningu. Smelltu hér til að skrá þig.

Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði:

Hálfmaraþon - ræst kl.21:00
5 km hlaup - ræst kl.21:20
10 km hlaup - ræst kl.21:00

Skráningargögn verða afhent í Laugardalshöll á hlaupdag frá kl.16 og þar til 45 mínútum fyrir ræsingu hverrar vegalengdar. Í Skautahöllinni í Laugardal geta þátttakendur geymt dótið sitt á meðan þeir hlaupa en hlaupið endar einmitt við Skautahöllina. 

Að hlaupi loknu er öllum þátttakendum boðið frítt í sund í Laugardalslaug. Hleypt verður ofan í til kl.00:30 og þurfa allir að fara uppúr í síðasta lagi kl.01.  Þá stendur þátttakendum einnig til boða að fara frítt í líkamsrækt í viku hjá Reebook Fitness gegn framvísun hlaupanúmers. Gjafabréf Reykjavíkurmaraþons, glaðningur frá Suzuki, gjafabréf í flug með WOW air og gjafabréf frá GÁP eru á meðal verðlauna sem sigurvegarar fá auk þess sem Powerade gefur útdráttarverðlaun. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um verðlaun og fríðindi.

Allar nánari upplýsingar um Miðnæturhlaup Suzuki má finna áwww.midnaeturhlaup.is 

Styrktaraðilar