Þórólfur og Sigþóra efst í stigakeppninni

Þórólfur Ingi Þórsson og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir eru efst í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2019 að loknum þremur hlaupum. Þórólfur er með örugga forystu í karlaflokki en mun meiri spenna er í kvennaflokknum.

Þórólfur sigraði í Miðnæturhlaupi Suzuki og Fjölnishlaupinu en var í öðru sæti í Víðavangshlaupi ÍR og er með 42 stig og örugga forystu í karlaflokki. Í öðru sæti er Vignir Már Lýðsson með 21 stig og í þriðja sæti Vilhjálmur Þór Svansson með 18 stig.

Í kvennaflokki er mun meiri spenna í stigakeppninni. Sigþóra, sem er efst, sigraði í Fjölnishlaupinu og var í þriðja sæti í Miðnæturhlaupi Suzuki. Hún er með 25 stig, jafn mörg og Hulda Guðný Kjartansdóttir, en þar sem Sigþóra var á undan í mark í síðasta hlaupi raðast hún ofar. Í þriðja sæti er Arndís Ýr Hafþórsdóttir með 24 stig.

Smellið hér til að finna nánari upplýsingar um stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2019.

Næst á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2019 er Ármannshlaupið sem fram fer miðvikudagskvöldið 3.júlí. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Sigþóra og Þórólfur

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Gatorade standa saman að Gatorade Sumahlaupunum, mótaröð fimm sumarhlaupa í Reykjavík.