Víðavangshlaup ÍR

21. maí 2021

Víðavangshlaup ÍR er fyrsta hlaupið í Gatorade Sumarhlaupa mótaröðinni. Hlaupið fór fram 13. maí á Uppstigningardaginn, 377 hlauparar mættu til leiks.

Fyrsta kona og íslandsmeistari var Andrea Kolbeinsdóttir á 17:16 og fyrsti karl og íslandsmeistari var Arnar Pétursson á 15:23.

Það voru margir þátttakendur að bæta sína bestu tíma í dag og 2 aldursflokkamet (óstaðfest).

Þórólfur Ingi bætti eigið Íslandsmet í 40-44 ára um 30 sek á tímanum 15:50 og hreppti auk þess annað sæti í heildina. Þórólfur er að öllum líkindum fyrstur íslendinga 40 ára og eldri til að hlaupa 5km undir 16mín. Með fyrirvara um staðfestingu frá FRÍ þá setti Sigurbjörg Eðvarðsdóttir jafnframt íslandsmet í aldursflokknum 60-69 ára.

Aldursflokkahafar - Konur

12 ára og yngri - Maren Sif Vilhjálmsdóttir 00:25:31

13 til 15 ára - Ágústa Rut Andradóttir 00:22:27

19-29 ára - Andrea Kolbeinsdóttir 00:17:16

30-39 ára - Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 00:18:04

40-49 ára - Anna Berglind Pálmadóttir 00:18:23

50-59 ára - Helen Ólafsdóttir 00:19:16

60-69 ára - Sigurbjörg Eðvarðsdóttir 00:22:09 (aldurflokkamet)

70 ára og eldri - Ragna Maria Ragnarsdóttir 00:34:16

Aldursflokkahafar - Karlar

Karlar 12 ára og yngri - Hreiðar Leó Vilhjálmsson 00:23:20

13 til 15 ára - Hrafnkell Viðarsson 00:21:53

16 til 18 ára - Jökull Bjarkason 00:16:32

19-29 ára - Fannar Þór heiðurson 00:15:59

30-39 ára - Arnar Pétursson 00:15:23

40-49 ára - Þórólfur Ingi Þórsson 00:15:50 (aldurflokkamet)

50-59 ára - Víðir Þór Magnússon 00:18:54

60-69 ára - Hannes Hrafnkelsson 00:18:40

70 ára og eldri - Flosi Kristjánsson 00:27:05

Samstarfsaðilar