Þórólfur og Sigþóra sigruðu í Fjölnishlaupinu

30. maí 2019

Fjölnishlaupið fór fram í blíðskaparveðri í Grafarvoginum í dag, en það er annað hlaupið af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2019. Boðið var uppá þrjár vegalengdir: 10 km, 5 km og 1,4 km skemmtiskokk en 10 km voru jafnframt Íslandsmeistaramóti í 10 km hlaupi og gilti til stiga í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna.

Sigurvegarar í 10 km hlaupinu og Íslandsmeistarar voru þau Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR, og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA Eyrarskokk. Þórólfur hljóp á 33:56 og Sigþóra á 39:29. Í öðru sæti í kvennaflokki var Fríða Rún Þórðardóttir á 39:46 og í þriðja sæti Helga Guðný Elíasdóttir á 40:33. Í karlaflokki var Vignir Már Lýðsson í öðru sæti á 34:38 og Vilhjálmur Þór Svansson í því þriðja á 35:30.

Úrslit í öðrum vegalengdum og aldursflokkum má finna á timataka.net.

Þórólfur og Sigþóra sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Fjölnishlaupinu 2019

Styrktaraðilar