Sigþóra Brynja og Guðmundur Daði sigurvegarar í Gatorade Sumarhlaupa mótaröðinni 2022

11. október 2022

Sigurvegarar í Sumarhlaupum Gatorade eru Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir og Guðmundur Daði Guðlaugsson.

Sumarhlaup Gatorade eru fimm hlaup sem telja til stiga, Víðavangshlaup ÍR, Fjölnishlaup Olís, Miðnæturhlaup Suzuki, Ármannshlaupið og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Stig eru veitt fyrir 10 km í hlaupunum, nema í Víðavangshlaup ÍR þar sem 5 km telja til stiga.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir sigraði í heildarkeppni kvenna og í flokki 30-39 ára. Sigþóra sigraði í Miðnæturhlaupi Suzuki og Ármannshlaupinu og varð í öðru sæti í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þessi árangur gaf henni 39 stig.

Önnur var Íris Anna Skúladóttir með 37 stig og þriðja Andrea Kolbeinsdóttir með 30 stig.

Guðmundur Daði Guðlaugsson sigraði heildarkeppni karla og í flokki 30-39 ára. Guðmundur tók þátt í öllum hlaupum Gatorade sumarhlaupanna. Guðmundur varð í níunda sæti í Víðavangshlaupi Ír, þriðji í Fjölnishlaupinu, annar í Miðnæturhlaupi Suzuki og Ármannshlaupinu og þriðji í Reykjavíkurmaraþoninu. Þessi árangur gaf honum 52 stig.

Annar var Arnar Pétursson með 45 stig, og þriðji Adrian Graczyk með 31 stig.

Við óskum þeim til hamingju með sigurinn.

Frekari upplýsingar um stigakeppnina má sjá hér.

Styrktaraðilar